Látum náttúruna njóta vafans
Við viljum vernda villta laxastofninn á Íslandi og jafnframt byggja upp sjálfbært fiskeldi í sátt við náttúruna. Framtíðin felst í lokuðum sjókvíum og landeldi.
Taktu afstöðu
Við viljum vernda villta laxastofninn á Íslandi og jafnframt byggja upp sjálfbært fiskeldi í sátt við náttúruna. Framtíðin felst í lokuðum sjókvíum og landeldi.
Taktu afstöðuLátum náttúruna njóta vafans Framtíðin felst í lokuðum sjókvíum og landeldi.Skorum á stjórnvöld að móta skýra stefnu um sjálfbærni í fiskeldi og standa þar með vörð um náttúru Íslands og villta laxastofninn hér á landi.
Varnarorð Kjersti Sandvik - blaðamaður Fiskeribladet:Icelanders are taking a great risk if they are planning to make the same mistake we did here in Norway. They are endangering the Icelandic salmon stock. This type of farming is a great risk
Noregur er stærsti framleiðandi á laxi í heiminum í dag og er framleiðslan um 1,2 milljónir tonna. Iðnaðurinn hefur haft víðtæk neikvæð umhverfisáhrif þar í landi. Stærsta einstaka ógnin er fiskur sem sleppur úr kvíum og hrygnir með villtum laxi. Slík viðvarandi erfðablöndun hefur varanleg áhrif á erfðamengi stofnsins – sem leiðir til hnignunar hans.
Árlega er tilkynnt að um 200.000 fiskar að meðaltali sleppi úr opnum sjókvíum við Noregsstrendur en það er fjórfalt magn villta stofnsins hér á landi
Hörmung í NoregiLaxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu.
Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús, örverum og veirum sem bera með sér sjúkdóma. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi.
Lesa nánar um lausninaFramtíðin felst í lokuðum sjókvíum og landeldi.
Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF) er alþjóðleg stofnun sjálfboðaliða með höfuðstöðvar í Reykjavík. Sjóðurinn er rekinn fyrir framlög frá stofnunum, samtökum og einstaklingum í löndunum beggja vegna Atlantshafsins.